Fara ekki fram gegn Íhaldsflokknum

Leiðtogi Brexitflokksins, Nigel Farage.
Leiðtogi Brexitflokksins, Nigel Farage. AFP

Nigel Farage, formaður Brexitflokksins, segir að flokkurinn muni ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn er með þingmenn í komandi þingkosningum.

Um er að ræða 317 þingsæti sem Íhaldsflokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þetta kom fram í máli Farage á kosningafundi í Hartlepool áðan. 

mbl.is