MAX-vélarnar snúi aftur í janúar

MAX-vélar frá Southwest Airlines í mars síðastliðnum.
MAX-vélar frá Southwest Airlines í mars síðastliðnum. AFP

Boeing býst við því að 737 MAX-flugvélarnar, sem voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð slys, muni snúa aftur á flugbrautirnar í janúar, sem er mánuði seinna en áður hafði verið greint frá.

„Við erum að vinna að lokamati á nýjum æfingaskilyrðum sem þarf að vera tilbúið áður en MAX getur byrjað aftur að fljúga með almenning og við eigum von á því að það hefjist í janúar,“ sagði í yfirlýsingu frá Boeing.

Upphaflega áttu flugvélarnar að fara í loft í desember en þær voru kyrrsettar í mars síðastliðnum.

mbl.is