„Verðum að sigra Trump“

Samsett mynd af Bloomberg og Trump.
Samsett mynd af Bloomberg og Trump. AFP

Viðskiptajöfurinn Michael Bloomberg ætlar sér að velta Donald Trump Bandaríkjaforseta úr sessi í forsetakosningunum á næsta ári. Hann hefur jafnframt stigið nýtt formlegt skref í átt að forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar.

„Skráði mig opinberlega í Arkansas til að vera á kjörseðlinum í forkosningum Demókrataflokksins,“ tísti Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York.

Fjórir dagar eru liðnir síðan hann gerði slíkt hið sama í Alabama-ríki. Þörf er á að skrá sig fyrr í báðum ríkjunum vegna forkosninganna.

„Við verðum að sigra Trump. Hann hefur brugðist á öllum sviðum,“ bætti hinn 77 ára Bloomberg við.

mbl.is