Mannskæð skotárás í skóla

Nítján ára nemandi í framhaldsskóla í Amur-héraði í Rússlandi skaut samnemanda sinn til bana í morgun og særði þrjá áður en hann framdi sjálfsvíg.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Amur var ungi maðurinn nemandi í iðnskóla í bænum Blagoveshchensk. Hann kom vopnaður riffli í skólann í morgun og skaut bekkjarsystkini sín þar sem þau sátu í tíma. Þau eru á aldrinum 17-20 ára. 

Skotárásir eru afar fátíðar í rússneskum skólum enda er mikil öryggisgæsla í menntastofnunum landsins og erfitt að kaupa skotvopn löglega. 

Wikipedia/Stasyan117
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert