Myrti tvo og særði þrjá í skotárás

Drengurinn myrti tvo og særði þrjá samnenendur sína áður en …
Drengurinn myrti tvo og særði þrjá samnenendur sína áður en hann skaut sig í höfuðið. AFP

Tveir létust í skotárás í framhaldsskóla í Santa Clarita skammt frá Los Angeles í dag þegar nemandi skólans hóf skothríð. Þrír til viðbótar særðust. Nemandinn, drengur birtist vopnaður á skóladegi og hóf skothríð á 16 ára afmælisdegi sínum. 

„Því miður létust tveir í skotárásinni í morgun. Stúlka og drengur,“ segir í Twitter-færslu lögreglustjórans í Los Angeles. 

Drengurinn skaut sjálfan sig í höfuðið eftir skothríðina. Ástand hans er sagt alvarlegt í bandarískum miðlum. 

Árásarmaðurinn hafði skotið sjálfan sig áður en lögreglan kom á …
Árásarmaðurinn hafði skotið sjálfan sig áður en lögreglan kom á staðinn. AFP
mbl.is