Einn látinn og 300.000 án rafmagns

Um 30 sm af snjó eru sagðir hafa fallið á …
Um 30 sm af snjó eru sagðir hafa fallið á innan við sólarhring á svæðinu. AFP

Einn er látinn og 300.000 eru án rafmagns vegna mikils snjós sem liggur nú yfir stóru svæði í Suðaustur-Frakklandi.

Samkvæmt fréttastofu AFP lést 63 ára gamall maður á fimmtudagskvöld eftir að tré féll á hann undan miklum snjóþunga, er maðurinn vann að því að fjarlægja annað fallið tré.

Um 30 sm af snjó eru sagðir hafa fallið á innan við sólarhring á svæðinu.

Snjórinn hefur valdið miklum skemmdum á rafmagnslínum og sem stendur eru um 300.000 íbúar svæðisins án rafmagns, þá helst í Drome, Ardeche, Isere og Rhone, en þar eru meðal annars borgirnar Lyon og Grenoble.

mbl.is