Lést af völdum höfuðáverka

Sjötugur maður lést af völdum höfuðáverka eftir að hafa fengið högg á höfuðið í átökum mótmælenda og lögreglu í Hong Kong. 

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum var maðurinn í hádegismat, en hann starfar við þrif, þegar hann lenti inni í miðri hringiðunni. Segja yfirvöld að hann hafi fengið „harðan hlut“ í höfuðið sem grímuklæddir óeirðarseggir köstuðu. 

Dómsmálaráðherra Hong Kong, Teresa Cheng, meiddist alvarlega að sögn yfirvalda eftir að ráðist var á hana í London í gær, samkvæmt frétt BBC.  

AFP
mbl.is