Neyðarástand í Feneyjum

Von er á enn frekari flóðum í Feneyjum í dag og hafa stjórnvöld á Ítalíu lýst yfir neyðarástandi í borginni sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Flóðin undanfarna daga hafa kostað tjón upp á milljónir evra. Borgarstjórinn í Feneyjum segir að flóðin séu bein afleiðing loftslagsbreytinga.

AFP

Kirkjur, verslanir og heimili í borginni eru umlukin vatni vegna óvenjuhárrar sjávarstöðu. Hafa yfirvöld ákveðið að veita 20 milljónum evra í að takast á við eyðilegginguna. Talið er að vatnshæðin nái 1,5 metrum í dag en stormur geisar á þessum slóðum. Þetta er lægri sjávarstaða en á þriðjudag en samt sem áður hættulega há. 

AFP
AFP
mbl.is