Tvær konur fundust myrtar í Danmörku

39 ára gamall karlmaður er í haldi dönsku lögreglunnar eftir …
39 ára gamall karlmaður er í haldi dönsku lögreglunnar eftir að tvær konur fundust myrtar. Lík kvennanna fundust á heimilum þeirra í bæjunum Ruds-Vedby og Kundby í morgun og talið er að tengsl séu á milli þeirra. Ljósmynd/Danska lögreglan

39 ára gamall karlmaður er í haldi dönsku lögreglunnar eftir að tvær konur fundust myrtar. Lík kvennanna fundust á heimilum þeirra í bæjunum Ruds-Vedby og Kundby í morgun og talið er að tengsl séu á milli þeirra.

Um 30 kílómetrar eru á milli heimila kvennanna.

Greint er frá málinu á vefsíðu danska ríkissjónvarpsins, DR.

Í tilkynningu sem danska lögreglan sendi frá sér í morgun segir að talið sé að um tvo harmleiki sé að ræða sem „tengist afmörkuðum hópi fólks“. Ekki er útskýrt nánar hvaða hóp er átt við.

Á vef DR segir að „stór lögregluaðgerð“ hafi verið í gangi í Ruds-Vedby í morgun, en að engar upplýsingar hafi fengist frá lögreglu um hvað hafi falist í henni.

mbl.is