Einn lést í mótmælum gegn 50% hækkun á bensínverði

Íranskir mótmælendur settu upp vegatálma í mótmælunum í dag og ...
Íranskir mótmælendur settu upp vegatálma í mótmælunum í dag og kveiktu elda. AFP

Einn lést og nokkrir særðust í mótmælum í Íran. Mótmælin dreifðust um landið í dag eftir óvænta ákvörðun yfirvalda um að hækka bensínverð um 50 prósent.

Dauðsfallið átti sér stað í gær í borginni Sirijan. Þar höfðu mótmælendur reynt að kveikja í eldsneytisgeymslu en öryggissveitir hindruðu það.

Mótmælin brutust út nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var að verð á bensíni yrði hækkað um 50 prósent á hverja 60 lítra sem keyptir eru mánaðarlega og hækkað um 300 prósent fyrir hvern lítra sem keyptur er umfram það mánaðarlega.

Fjöldi fólks hefur tekið upp á því að stöðva bíla sína á miðjum vegi til þess að mótmæla ákvörðun stjórnvalda. AFP

Mótmælendur skemmdu bensínstöðvar

Starfandi ríkisstjóri Sirjan, Mohammad Mahmoudabadi sagði að óbreyttur borgari hefði látist í mótmælunum en gaf ekki út hvort sá hefði verið skotinn eða ekki.

„Öryggissveitir höfðu ekki leyfi til að hleypa af skotum að undanskildum viðvörunarskotum. Þeir skutu þeim síðarnefndum,“ sagði Mahmoudabadi.

Hann sagði sömuleiðis að einhverjir mótmælendur hefðu eyðilagt almenningseignir, skemmt bensínstöðvar og gerðu tilraunir til þess að kveikja í helstu bensínstöðvum landsins.

mbl.is