Dani lést á Island-tindi

Tindurinn Imja Tse, sem er þekktari undir heitinu Island.
Tindurinn Imja Tse, sem er þekktari undir heitinu Island. Wikipedia/Kogo

Dani lést í fjallgönguslysi í Nepal samkvæmt tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu en fátt er vitað frekar hvað gerðist.

Samkvæmt fjölmiðlum í Nepal var maðurinn á niðurleið eftir að hafa klifið tindinn Imja Tse, sem er þekktari undir heitinu Island, í Himalajafjöllunum. Island er 6.189 metrar að hæð. Fjallgöngumaðurinn er talinn hafa fallið 200 metra og látist strax. 

Sjá nánar hér og hér

mbl.is