Óeirðarseggir brutu og brömluðu

Miðborg Parísar í gær. Lögreglan stendur í vari fyrir grjótkasti …
Miðborg Parísar í gær. Lögreglan stendur í vari fyrir grjótkasti óeirðarseggja. AFP

Franska lögreglan handtók 254 óeirðarseggi í París og fleiri borgum í gær er Gulvestungar fögnuðu eins árs afmæli mótmælaaðgerða. Svo virðist sem fámennur hópur öfgasinna hafi staðið fyrir óeirðunum.

AFP

Innanríkisráðherra Frakklands, Christophe Castaner, greindi frá þessu í dag en búist er við frekari mótmælum í dag og hafa margir verslunareigendur gripið til þess ráðs að loka verslunum sínum.

AFP

Lögreglan og mótmælendur tókust á klukkutímum saman í gær og var ástandið verst í kringum Place d'Italie. Átökin eru þau verstu í borginni í marga mánuði. Alls voru 173 handteknir í París og tugir í borgum eins og Nantes, Montpellier, Strassborg, Bordeaux og Toulouse.

Frá Place d'Italie í París.
Frá Place d'Italie í París. AFP

Castaner segir að það hafi verið nokkrir öfgasinnar meðal mótmælendanna í París sem virtust vera þar í þeim eina tilgangi að berja á lögreglunni og koma í veg fyrir að starfsfólk neyðarþjónustu gæti sinnt starfi sínu.

AFP

Kveikt var í bílum og strætóskýli eyðilögð. Stytta af stríðshetjunni Alphonse Juin var skemmd en meðal annars var höfuð hennar brotið. Rúður voru brotnar í verslunarmiðstöðvum og hótelum af hópi svartklæddra óeirðaseggja sem voru grímuklæddir til að koma í veg fyrir að hægt væri að bera kennsl á þá. 

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert