Varði frænda sinn en hlaut alvarlega áverka eftir hnífstungu

Stúlkan hlaut alvarlega áverka eftir hnífstungu.
Stúlkan hlaut alvarlega áverka eftir hnífstungu. skjáskot/BBC

13 ára gömul írsk stúlka hlaut alvarlega áverka eftir hnífstungu þegar hún varði 11 mánaða gamlan frænda sinn fyrir vopnuðum mönnum sem ruddust inn á heimili hennar, að sögn fjölskyldu stúlkunnar. Litla barninu var ekki meint af. 

Mennirnir brutust inn í hús í borginni Lisnaskea í Norður-Írlandi á laugardagskvöld vopnaðir sveðjum. 

„Barnið er óhullt því frænka þess er hetja. Hún er 13 ára gömul og hún fleygði sér yfir frænda sinn. Hann lifði af vegna hennar. Hún er hetja,“ sagði Elizabeth Joyce, frænka stúlkunnar, við Breska ríkisútvarpið sem greinir frá. Ástand stúlkunnar er stöðugt. 

Lögreglan reynir að hafa hendur í hári árásarmannanna. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 

mbl.is