Fékk ekki að vita af sjúkdómnum

Barnshafandi kona.
Barnshafandi kona. Ljósmynd/Thinkstock

Kona hefur höfðað mál gegn heilbrigðisstofnun í London fyrir að greina henni ekki frá því að faðir hennar hefði greinst með Huntington-sjúkdóminn áður en hún eignaðist barn.

Konan fékk ekki að vita að hún bæri genið fyrr en dóttir hennar var fædd. Það þýðir að helmingslíkur eru á því að dóttir hennar hefur það líka.

Huntington-sjúkdómurinn er ólæknandi heilasjúkdómur.

Heilbrigðisstofnunin, St. George NHS Trust, hefur borið fyrir sig þagnarskylduákvæði í málinu, að því er BBC greindi frá.

Faðir konunnar skaut móður hennar til bana árið 2007 og var í kjölfarið dæmdur fyrir manndráp. Grunur lék á að hann hefði þjáðst af Huntington´s en sjúkdómurinn hefur áhrif á hreyfingu og getur valdið breyttri hegðun, oft og tíðum árásarhneigð.

Þegar læknar við heilbrigðisstofnunina greindu hann með sjúkdóminn árið 2009 vildi hann ekki að dóttir hans fengi að vita það. Hún hafði þá sagt honum að hún væri ófrísk.

Hann sagðist óttast að hún reyndi að fremja sjálfsvíg eða færi í þungunarrof. Fjórum mánuðum eftir að dóttir hennar fæddist frétti konan af því fyrir mistök heilbrigðisstarfsmanna að hún væri með sama sjúkdóm og faðir hennar.

Ekki hefur verið athugað hvort dóttir hennar er einnig með sjúkdóminn.

mbl.is