Hægri hönd Epsteins sögð horfin

Ghislaine Maxwell.
Ghislaine Maxwell. AFP

Hvar er Ghislaine Maxwell? Þessa er spurt í breska dagblaðinu The Times í morgun, en Maxwell var kærasta banda­ríska kaup­sýslu­manns­ins Jef­freys Ep­steins og hans hægri hönd, en hún er sögð hafa ginnt ungar stúlkur til að sinna kynlífsþjónustu sem Epstein bauð ríka og fræga fólkinu upp á.

Maxwell er dótt­ir fjöl­miðlamanns­ins Roberts Maxwells, en faðir henn­ar lést vo­veif­lega 1991 eft­ir að fjöl­miðlaveldi hans hafði hrunið. Virg­inia Giuf­fre, sem áður bar eftirnafnið Roberts, hef­ur haldið því fram að hún hafi verið neydd til kyn­maka með Andrési Bretaprinsi­ fyrir milligöngu Maxwell sem hafi boðist til að styðja hana til náms og boðið henni góð laun.

Andrés prins og Virginia Roberts, nú Giuf­fre, þegar þau hittust …
Andrés prins og Virginia Roberts, nú Giuf­fre, þegar þau hittust fyrst árið 2001. Lengst til hægri er Ghislaine Maxwell sem kynnti Roberts fyrir Jeffrey Epstein.

Ekkert hefur spurst til Maxwell síðan í ágúst, en þá birti bandaríska slúðurblaðið The New York Post mynd af henni þar sem hún var að borða hamborgara í Los Angeles. Aðrir fjölmiðlar hafa sagst efast um að myndin sé í raun af henni, heldur hafi henni verið breytt á einhvern hátt.

mbl.is