Skotárás í Walmart-verslun í Oklahoma

Frá Walmart-versluninni í El Paso í Texas-ríki, þar sem fjöldamorð ...
Frá Walmart-versluninni í El Paso í Texas-ríki, þar sem fjöldamorð var framið í ágústmánuði. AFP

Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir skotárás við Walmart-verslun í bænum Duncan í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum.

Samkvæmt fregnum staðarmiðla í Oklahoma-ríki hefur lögregla staðfest þetta. Þá hafa nokkrir miðlar það eftir lögreglu að árásarmaðurinn sé einn af þeim látnu.

Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar til þess að greina nánar frá málinu.

mbl.is