Stúlka lést og nokkurra saknað eftir að brú hrundi

Brúin liggur yfir ána Tarn, á milli bæjanna Mirepoix-sur-Tarn og …
Brúin liggur yfir ána Tarn, á milli bæjanna Mirepoix-sur-Tarn og Bessieres. AFP

15 ára gömul stúlka lést og nokkurra er saknað eftir að brú hrundi í suðvesturhluta Frakklands í morgun. Stúlkan var farþegi í bíl, sem var á ferð yfir brúna þegar hún hrundi.

Brúin liggur yfir ána Tarn, á milli bæjanna Mirepoix-sur-Tarn og Bessieres. Stúlkan drukknaði í ánni og fjórum var bjargað úr henni. Auk bílsins sem stúlkan var í var vörubíll á ferð yfir brúna og talið er að einn bíll hafi verið þar til viðbótar. 

Björgunarsveitarmenn á vettvangi.
Björgunarsveitarmenn á vettvangi. AFP

Meira en 60 björgunarsveitarmenn, þeirra á meðal kafarar og 40 lögreglumenn, leita nú í ánni.

Brúin var byggð árið 1930 og þoldi að hámarki 19 tonn. Hún var undir reglulegu eftirliti, samkvæmt AFP-fréttastofunni og hefur verið mikilvæg samgönguleið á milli bæjanna tveggja, bæði fyrir bílaumferð og gangandi vegfarendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert