Telur tölvu sem hann fékk ekki nógu góða

Julian Assange.
Julian Assange. AFP

Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, á í erfiðleikum með að undirbúa sig fyrir að berjast gegn kröfu bandarískra stjórnvalda um framsal á honum til Bandaríkjanna vegna þess að honum var ekki útveguð nógu góð tölva í fangelsinu þar sem hann dvelur.

Þetta kom fram í máli lögmanns Assanges, Gareths Peirce, fyrir dómstóli í Bretlandi í dag. Skjólstæðingur hans, sem varði sjö árum í sendiráði Ekvadors í London til þess að komast hjá því að vera framseldur, er eftirlýstur í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir að hafa átt aðild að því að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra stjórnvalda.

Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar gæti það þýtt áratugi í fangelsi. Peirce sagði Assange hafa loks fengið tölvu afhenta eftir margra mánaða baráttu fyrir því en tölvan væri hins vegar ekki hentug til undirbúnings hans.

Fram kemur í frétt Reuters að Assange hafi gengið laus gegn tryggingu þegar hann flúði í sendiráðið og verið dæmdur í 50 vikna fangelsi vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert