Trump íhugar að bera vitni í eigin máli

AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að íhuga alvarlega að bera vitni fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings vegna rannsóknar sem þar fer fram á meintum embættisbrotum forsetans.

Þetta tilkynnir forsetinn á Twitter. Þar segir hann að „taugatrekkta Nancy Pelosi“ hafi lagt til að hann beri vitni í „gerviákærunornaveiðunum“ og að hún hafi jafnframt sagt að hann gæti gert það skriflega.

Ritar Trump að þó að hann hafi ekkert gert rangt, og þó að hann vilji ekki auka trúverðugleika rannsóknarinnar, líki honum hugmyndin um að endurvekja einbeitingu fulltrúadeildarinnar, og að hann muni alvarlega íhuga hugmyndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert