Varð fyrir skriðu og lést

AFP

Karlmaður lét lífið í dag þegar skriða féll á heimili hans í suðurhluta Austurríkis en mikil úrkoma, bæði regn og snjór, hefur verið á svæðinu að undanförnu.

Fram kemur í frétt AFP að maðurinn hafi verið 79 ára gamall og verið fyrir utan húsið sem hann bjó í þegar skriðan féll. Húsið hafi að miklu leyti eyðilagst.

AFP

Tveimur konum var einnig bjargað í dag í bænum Bad Gastein í Austurríki eftir að þær urðu fyrir annarri skriðu. Úrkoman hefur leitt til rafmagnsleysis víða á svæðinu.

Þá hafa samgöngur víða farið úr skorðum, ekki síst lestarsamgöngur, og nokkrum skólum var lokað í dag vegna veðursins.

AFP
mbl.is