Lögregla ákærð fyrir manndráp

Eftir morðið brutust út þriggja daga mótmæli í júlí.
Eftir morðið brutust út þriggja daga mótmæli í júlí. AFP

Ísraelskur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp. Hann er sakaður um að hafa myrt ungan mann af eþíópískum uppruna í júní. Atvikið vakti gríðarlega reiði á meðal eþíópískra Ísraelsmanna sem mótmæltu harðlega mismunum og ofbeldi lögreglunnar í sinn garð í Ísrael.  

Ónafngreindur lögreglumaður sem var ekki við störf myrti hinn 19 ára gamla Solomon Teka 30. júní í borginni Kiryat Haim sem liggur nálægt borginni Haifa sem er þriðja stærsta borgin í Ísrael. Eftir morðið brutust úr þriggja daga ofbeldisfull mótmæli um allt land.

„Hann notaði vopn sitt á þann hátt að fórnarlamb hans var í hættu,“ segir í rannsókn lögreglunnar á framferði lögreglumannsins. „Hann skaut ekki viðvörunarskoti til að bægja hættunni frá,“ segir ennfremur. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku eftir rannsókn lögreglunnar. 

mbl.is