Mótmælendur skrifa sínum nánustu kveðjubréf

Átökin á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong fara …
Átökin á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong fara stigmagnandi. AFP

„Ég er 22 ára og þetta er mitt síðasta bréf. Ég hef áhyggjur af því að ég muni deyja og ekki sjá ykkur aftur, en ég get ekki ekki farið út á götu.“

Átökin á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong fara stigmagnandi og hafa sumir mótmælenda því brugðið á það ráð að skrifa sínum nánustu kveðjubréf, sem fjallað er um í átakanlegu myndskeiði New York Times.

Í bréfunum skrifa þau ýmist foreldrum sínum eða mökum, þar sem sumir lýsa áhyggjum sínum af því að þeirra nánustu finnist þeir óábyrgir fyrir að stofna lífi sínu í hættu með mótmælunum. 

„Ég fer ekki út á götu til að takast á við lögreglu eða valda skemmdarverkum. Ég er hér til að mótmæla því sem er að hjá stjórnvöldum. Fólk ætti ekki að vera hrætt við stjórnvöld. Stjórnvöld ættu að vera hrædd við fólkið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert