Óttast um líf sona sinna

Lögreglumenn skammt frá háskólanum.
Lögreglumenn skammt frá háskólanum. AFP

Skyldmenni sumra af þeim ungu mótmælendum sem hafa verið fastir í þrjá daga í Tækniháskóla Hong Kong eru hræddir um að lögreglan muni ráðast inn í húsnæðið með byssurnar á lofti.

Um 100 mótmælendur eru staddir inni í háskólanum, sem er umkringdur af lögreglunni sem hefur heitið því að handtaka þá. Hún hefur einnig hótað því að beita skotvopnum til að fjarlægja mótmælendur.

Móðir á sextugsaldri sem heitir Chan, sagðist vera hrædd um að lögreglan muni ráðast inn í skólann með byssurnar á lofti. Hún óttast að 18 ára sonur hennar muni særast eða deyja.

„Ég óttast að þegar lögreglan fer inn til árásar muni margir falla og þetta verði Tiananmen 2.0,“ sagði hún og átti við atburðinn á Torgi hins himneska friðar árið 1989 þegar kínverski herinn drap fjölda mótmælenda.

AFP

Kona sem heitir Cheung sagðist hafa eytt nóttinni í garði skammt frá skólanum þar sem hún beið eftir fréttum af syni sínum. Hún óttast um líf hans. „Hann er hræddur. Hann er mjög hræddur um að vera handtekinn af lögreglunni,“ sagði hún.

Mótmælendur í Hong Kong.
Mótmælendur í Hong Kong. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert