Tvennt lést þegar brú hrundi

Brúin lá yfir ána Tarn, á milli bæj­anna Mirepoix-sur-Tarn og …
Brúin lá yfir ána Tarn, á milli bæj­anna Mirepoix-sur-Tarn og Bessi­eres. AFP

Talið er að brú hafi hrunið í suðvesturhluta Frakklands í gærmorgun eftir að of þungur vörubíll fór út á brúna. 15 ára stúlka og bílstjóri vörubílsins drukknuðu þegar brúin gaf sig.

Brú­in lá yfir ána Tarn, á milli bæj­anna Mirepoix-sur-Tarn og Bessi­eres.

„Við teljum að vörubíllinn hafi verið um 40 tonn og af þeim sökum gaf brúin sig,“ sagði Eric Oget, bæjarstjóri Mirepoix-sur-Tarn við AFP.

Brú­in var byggð árið 1930 og þoldi að há­marki 19 tonn og hafði nýlega staðist öryggiseftirlit.

Stúlkan sem lést var á ferð með móður sinni, sem var bjargað af vegfarendum.

Lík vörubílstjórans fannst eftir tæplega sólarhringsleit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert