Attenborough fær Chatham House-verðlaunin

Sir David Attenborough.
Sir David Attenborough. AFP

Sjónvarpsmaðurinn sir David Attenborough og náttúrusögudeild breska ríkisútvarpsins hljóta verðlaun bresku hug­veit­unn­ar Ch­at­ham Hou­se árið 2019 en meðal þeirra sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár var forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir. Tilkynnt var um valið í gærkvöldi en verðlaunin verða afhent í kvöld.

Atten­borough hlaut verðlaunin fyrir að vekja upp mikla um­ræðu meðal almennings um plast í haf­inu, með þátt­um sín­um Blue Pla­net II, sem sýnd­ir voru á BBC.

Verðlaunin verða afhent í kvöld og verður streymt beint frá pallborðsumræðum með Attenborough og fleiri þátttakendum í kjölfarið. Sjá nánar hér

Katrín var til­nefnd fyr­ir „ein­urð henn­ar við mót­un fram­sæk­inn­ar stefnu Íslands á sviðum kynja­jafn­rétt­is og at­vinnuþátt­töku kvenna“.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert