Bei Bei kveður Bandaríkin

Risapandan Bei Bei, sem fæddist í bandarískum dýragarði, fór að heiman í gær er hún var send með flugi til Kína. Um er að ræða lið í áætlun um að pöndur snúi aftur í sitt náttúrulega umhverfi. Bei Bei hefur aldrei farið að heiman fyrr og hefur dvalið í dýragarði í Washington frá fæðingu. 

Ferðalagið tekur 16 klukkustundir en flogið er með Bei Bei í sérstöku beinu flugi frá Washington til Chengdu. Með Bei Bei í fluginu er maður sem hefur annast hann undanfarin ár og dýralæknir.

Bei Bei er fjögurra ára gamall  en nafnið þýðir dýrmætur fjársjóður á mandarín.  

Systkini Bei Bei, Tai Shan og Bao Bao, eru þegar komin til Kína en foreldrar þeirra verða áfram í dýragarðinum í Washington í að minnsta kosti ár til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert