Bjargaði brennandi kóalabirni

Fjölda kóalabjarna hefur verið bjargað frá skógareldunum í Ástralíu, en …
Fjölda kóalabjarna hefur verið bjargað frá skógareldunum í Ástralíu, en þó er óttast að miklu fleiri hafi farist. AFP

Kóalabjörninn Lewis jafnar sig nú á sérstöku kóala-sjúkrahúsi í Nýja Suður-Wales í Ástralíu eftir að hafa verið bjargað úr brennandi skógi.

Toni Doherti tók til sinna ráða þegar hún sá kóalabjörninn illa haldinn reyna að klifra upp í tré til að forða sér frá eldinum, en kviknað hafði í feldi hans. Doherti náði birninum, sem hún hefur nefnt Lewis, úr trénu og fór úr bolnum til þess að slökkva eldinn í feldi hans áður en henni var rétt vatn til að hella yfir björninn.

Doherti heimsótti Lewis á kóala-spítalanna á dögunum, þar sem hann er í góðu yfirlæti þrátt fyrir að þjást af brunasárum víða um líkamann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert