„Hún vildi ekki hengja upp mynd af mér“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Marie Yovanovitch, fyrr­ver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna …
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Marie Yovanovitch, fyrr­ver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna í Úkraínu, hafi neitað að hengja upp mynd af honum í bandaríska sendiráðinu í Úkraínu. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hæddist að Marie Yovanovitch, fyrr­ver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna í Úkraínu, í viðtali í morgunþætti á Fox News þar sem hann segir að hún hafi neitað að hengja upp mynd af honum í bandaríska sendiráðinu í Úkraínu.

„Þessi sendiherra, sem allir segja að sé svo yndisleg, hún vildi ekki hengja upp mynd af mér í sendiráðinu,“ sagði Trump, og bætti við að Rudy Giuliani, einkalögfræðingur hans, hafi „ekki sagt góða hluti um hana“.

Vitna­leiðslur full­trúa­deild­ar Bandaríkjaþings­ vegna rann­sókn­ar á embættis­verk­um Donalds Trump forseta …
Vitna­leiðslur full­trúa­deild­ar Bandaríkjaþings­ vegna rann­sókn­ar á embættis­verk­um Donalds Trump forseta hafa farið fram síðustu tvær vikur. AFP

Yovanovitch bar vitni fyr­ir þing­inu í síðustu viku ásamt ellefu öðrum vegna rann­sókn­ar á embættis­verk­um for­set­ans vegna þrýst­ings sem hann er tal­inn hafa beitt úkraínsk stjórn­völd til að taka Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seta og for­setafram­bjóðanda, til rann­sókn­ar. Hún sagði þing­inu að hún hefði verið fórn­ar­lamb óhróðurs­her­ferðar Giuli­ani, sem reyndi að gera hana tor­tryggi­lega á sama tíma og hann þrýsti á um að úkraínsk yf­ir­völd tækju Biden til rann­sókn­ar.

Yovanovitch var lát­in víkja úr embætti sendi­herra tveim­ur mánuðum áður en Trump átti um­deilt sím­tal sitt við for­seta Úkraínu, þar sem hann hvatti til þess að Biden yrði tek­inn til rann­sókn­ar. „Hún sagði slæma hluti um mig, hún vildi ekki koma mér til varnar, og ég hef rétt á því að skipta um sendiherra,“ sagði Trump. 

Hér má sjá samantekt Breska ríkisútvarpsins á vitnaleiðslunum sem fram fóru í vikunni og fer Anthony Zurcher, fréttaritari BBC í Norður-Ameríku, yfir það helsta:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert