Kallaði á hjálp með því að þykjast panta pítsu

Starfsmaður neyðarlínunnar hélt fyrst að konan hefði hringt í rangt …
Starfsmaður neyðarlínunnar hélt fyrst að konan hefði hringt í rangt númer. Ljósmynd/Aðsend

Kona nokkur í Oregon borg í Ohio í Bandríkjunum náði að kalla eftir aðstoð við heimilisofbeldi án þess að ofbeldismaðurinn yrði þess var, með því að þykjast vera að panta pítsu.

Lögregluyfirvöld í Oregon hafa lofað konuna fyrir að vera úrræðagóða og tryggja með því að ofbeldismaðurinn væri handtekinn.

Fjölmiðill nokkur í Oregon hefur eftir konunni, sem ekki er nafngreind, að maðurinn hafi verið að beita móður hennar ofbeldi þegar hún hringdi.

BBC segir það vinsæla flökkusögu á samfélagsmiðlum að neyðarþjónusta sé kölluð til með þessum hætti, en sjaldgæft sé að slíkt fáist sannað.

Lögregla hefur líka varað við því að ekki sé öruggt að slíkt bragð virki, þar sem starfsfólk neyðarlínunnar hlýtur ekki þjálfun í að þekkja pítsupantanir frá raunverulegum hjálparbeiðnum.

Tim Teneyck, sá starfsmaður neyðarlínunnar sem tók símtalið, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina 13 ABC að hann hefði upphaflega talið konuna hafa hringt í rangt númer.

Þegar hún fullyrti hins vegar að hún væri að tala við réttan mann áttaði hann sig á hvað væri að gerast, ekki hvað síst af því að hann hafði séð sambærilegum atvikum deilt á samfélagsmiðlum.

„Maður sér þetta á Facebook, en þetta er ekki eitthvað sem neinn hefur hlotið þjálfun í,“ sagði Teneyck. „Aðrir starfsmenn sem ég hef rætt við sögðust ekki myndu hafa áttað sig á þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert