„Röð mistaka“ leiddi til dauða Epstein

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skoðaði sjálfur myndefni úr öryggismyndavélum fangelsisins …
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skoðaði sjálfur myndefni úr öryggismyndavélum fangelsisins sem sýnir að enginn hafi haft eftirlit með Epstein nóttina sem hann tók eigið líf. AFP

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir röð mistaka hafa leitt til dauða auðjöf­urs­ins og kyn­ferðis­glæpa­mannsins Jeffrey Epstein. 

Barr hefur áður sagt að sér hafi blöskrað, og að hann hafi í raun snög­greiðst, þegar hann hann komst að því hvernig Metropolitan fang­els­inu hefði mistek­ist að tryggja ör­yggi fanga sem þar dvelja. Seg­ir hann óregl­una í fang­els­inu valda mikl­um áhyggj­um og að kom­ist verði til botns í mál­inu og stjórn­end­ur dregn­ir til ábyrgðar.

Epstein sem hafði verið ákærður fyr­ir man­sal, hafði verið tek­inn af sjálfs­vígs­vakt þrátt fyr­ir að hann hefði gert til­raun til slíks í júlí, mánuði áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum. 

Auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein.
Auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein. AFP

Tveir fanga­verðir sem voru á vakt ágústnóttina þegar Ep­stein svipti sig lífi hafa verið ákærðir fyrir að falsa fangelsisgögn, en þeir áttu að fylgj­ast með Ep­stein á hálf­tíma fresti en gerðu ekki. Í gögnum fangelsisins kemur hins vegar fram að þeir hafi sinnt eftirlitinu sem skyldi. Í ákærunni kemur einnig fram að þeir hafi sofið á vinnutíma og vafrað á netinu. 

Barr hefur sjálfur skoðað myndefni úr öryggismyndavélum sem sýnir að enginn hafi haft eftirlit með Epstein nóttina sem hann tók eigið líf.  

Eftirlitið var ekki það eina sem fór úrskeiðis að mati Barr en klefafélagi Epstein var fluttur í annað fangelsi daginn áður en Epstein lést. „Ég held að það hafi verið mikilvægt að hafa klefafélaga og við erum að kanna hvers vegna svo var ekki. Ég held að fátt annað bendi til þess en að mistök hafi átt sér stað,“ segir Barr í viðtali við AP-fréttastofuna

Barr segir rannsókn á því hvað leiddi til dauða Epstein miða vel og hann er vongóður um að niðurstöður liggi fyrir innan tíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert