Corbyn heitir hlutleysi

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, svaraði spurningum kjósenda í sjónvarpssal …
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, svaraði spurningum kjósenda í sjónvarpssal BBC í gærkvöldi. AFP

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, heitir því að vera hlutlaus varðandi Brexit og hyggst efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, verði hann forsætisráðherra. 

Frá þessu greindi hann í þættinum Question Time á BBC í gærkvöldi þar sem gestir í sal spurðu leiðtoga fjögurra stærstu flokkanna Bretlandi spjörunum úr. Þingkosningar fara fram 12. desember. 

Corbyn sagðist ætla að ná betri samningi við ESB en núverandi ríkisstjórn og ítrekaði hann að hann mun efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn, auk þess sem greidd verða atkvæði hvort Bretar vilji verða um kyrrt í sambandinu. Hann vilji fara þessa leið svo farið verði eftir vilja kjósanda, hver sem niðurstaðan verður. 

Boris Johnson forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins furðaði sig á því hvernig Corbyn gæti verið jafn áhugalaus um svo alvarlegt málefni og krafði hann um svör. Corbyn sagði að hann áliti þetta skynsamlegustu leiðina í málefnum Brexit til að fara eftir vilja kjósenda.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert