Handtekin fyrir tengsl við CIA

AFP

Stjórnvöld í Íran hafa látið handtaka átta manns sem eru með tengsl við leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Þetta kemur fram í fréttum ríkisfréttastofunnar en fólkið var handtekið þar sem það tók þátt í mótmælum vegna hækkunar á eldsneytisverði. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í gærkvöldi.

Frá mótmælum í Íran.
Frá mótmælum í Íran.

Sex þeirra handteknu eru sakaðir um að hafa tekið þátt í óeirðum og ekki farið að tilmælum. Tvö eru sökuð um að hafa reynt að safna upplýsingum og senda þær úr landi. Þau voru handtekin áður en þau komust úr landi, segir í frétt IRNA. 

Öll eiga þau að hafa hlotið þjálfun í öðrum ríkjum, hvernig eigi að safna upplýsingum — sem borgaralegir blaðamenn. 

AFP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, segir að bandarísk yfirvöld hafi fengið þúsundir skilaboða frá fólki í Íran um mótmælin, myndir og myndskeið, sem sýni misnotkun og ofbeldi af hálfu stjórnvalda í Íran gagnvart mótmælendum. Skilaboðin, yfir 20 þúsund talsins, eru send í gegnum Telegram en lokað er fyrir netið í Íran og hefur verið það síðan mótmælin hófust í landinu.

Mótmælt í höfuðborg Írans, Teheran.
Mótmælt í höfuðborg Írans, Teheran. AFP

Amnesty International segir að minnsta kosti 143 mótmælendur hafi verið drepnir frá því stjórnvöld fóru að beita hörku gagnvart mótmælendum 15. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert