Heimsþekktur klettaklifrari hrapaði til bana

El Portero Chico í Mexíkó.
El Portero Chico í Mexíkó. Ljósmynd/Wikipedia.org/Seb951

Heimsþekktur klettaklifrari, Brad Gobright, hrapaði til bana er hann var að klífa El Portero Chico í Mexíkó í gær. 

Gobright, sem var 31 árs, féll um 300 metra en félagi hans, Aidan Jacobson, 26 ára, lifði fallið af en hann féll mun styttra en Gobright. Jacobson er slasaður en það varð honum til bjargar að hann féll í gegnum kjarr sem dró úr fallhraðanum. 

Gobright var þekktastur fyrir að klifra án nokkurs öryggisbúnaðar en í gær voru þeir félagarnir í sigbelti og með 80 metra langa línu með tryggingum á niðurleiðinni þannig að þeir skilja ekkert eftir sig á klettaveggnum. Þeir voru fastir í línu sem gengur í gegnum tryggingu og notuðu líkamsþyngd hvor annars til að jafna út þyngdina.

(Útskýring BBC: Gobright was best known for free soloing, or climbing without any safety gear, but at the time the two were abseiling, a technique using ropes. Abseiling accidents are believed to be the most common cause of fatalities in the sport.

The two men were simul-rappelling - a technique where two climbers descend opposite strands of an anchored rope, with their bodies acting as counterweights to each other - with a 80m rope, the Outside website reports.)

Jacobson segir að þegar þeir voru nýlagðir af stað niður hafi Gobright verið rétt fyrir neðan hann og til hægri. Síðan hafi skyndilega heyrst smellur og þeir fallið. Á meðan Jacobson hrapaði í gegnum runna sem dró úr fallinu áður en hann hafnaði á syllu féll Gobright til bana. 

Jacobson segir að þetta sé allt í móðu: „Hann öskraði. Ég öskraði. Ég fór í gegnum einhvers konar gróður og það eina sem ég man var að sjá bláu Gramicci-skyrtuna hans sveiflast yfir brúnina.“ 

Fjölmargir minnast Gobright á samfélagsmiðlum en hann setti á sínum tíma hraðamet á El Capitan í Yo­sem­ite-þjóðgarðinum í Kali­forn­íu. 

Frétt BBC

 

View this post on Instagram

I’m so sorry to hear that @bradgobright just died in a climbing accident. He was such a warm, kind soul - one of a handful of partners that I always loved spending a day with. I suppose there’s something to be said about being safe out there and the inherent risks in climbing but I don’t really care about that right now. I’m just sad for Brad and his family. And for all of us who were so positively affected by his life. So crushing. Brad was a real gem of a man. For all his strengths and weaknesses (like his insanely strong fingers, or living out of a Honda Civic...) at the core he was just a good guy. I guess there’s nothing really to say. I’m sad. The climbing world lost a true light. Rest in peace...

A post shared by Alex Honnold (@alexhonnold) on Nov 27, 2019 at 9:12pm PST

 

mbl.is