Hnífamaðurinn stakk tvo til bana

Frá vettvangi árásarinnar á London Bridge.
Frá vettvangi árásarinnar á London Bridge. AFP

Staðfest hefur verð að árásarmaður, klæddur gervisprengjuvesti, hafi náð að stinga tvo til bana á London Bridge áður en lögreglan skaut hann til bana. Þrír til viðbótar særðust í árásinni.

Í myndskeiðum vegfarenda af árásinni má sjá hvar hópur vegfarenda ræðst að árásarmanninum og yfirbugar hann þar til breska sérsveitarlögreglan mætti á staðinn og skaut hann er hann reyndi að komast á fætur.

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur lofað vegfarendur sem stefndu eigin öryggi í hættu til þess að yfirbuga árásarmanninn áður en lögregla kom á staðinn.

Lögreglu barst tilkynning vegna árásarinnar kl. 13:58 og var komin á staðinn kl. 14:03, eða fimm mínútum síðar.

Tvö ár eru síðan þrír menn réðust að vegfarendum á þessari sömu brú með þeim afleiðingum að átta létust. 

Lögreglu barst tilkynning vegna árásarinnar kl. 13:58 og var komin …
Lögreglu barst tilkynning vegna árásarinnar kl. 13:58 og var komin á staðinn kl. 14:03, eða fimm mínútum síðar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert