Trump boðar viðræður við talibana

Forseti Bandaríkjanna Donald Trump réttir hér hermanni í Afganistan mat …
Forseti Bandaríkjanna Donald Trump réttir hér hermanni í Afganistan mat á þakkargjörðarhátíðinni. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að Bandaríkin hafi hafið að nýju viðræður við talibana en hann fór í óvænta heimsókn til Afganistan þar sem hann hélt þakkargjörðarhátíðina hátíðlega með bandarískum hermönnum.

Donald Trump borðaði með hermönnum í Afganistan í gærkvöldi.
Donald Trump borðaði með hermönnum í Afganistan í gærkvöldi. AFP

Trump bauð hermönnum í Bagram-herstöðinni fyrir utan Kabúl upp á kalkún að hætti Bandaríkjamanna, sat fyrir á myndum með hermönnum og flutti ræðu eftir fund með forseta Afganistan, Ashraf Ghani.

AFP

„Talibanar vilja gera samkomulag og við erum að hitta þá og segjum þeim að það verði að koma á vopnahléi,“ sagði Trump við fréttamenn.

AFP

Um 13 þúsund bandarískir hermenn eru í enn í Afganistan, 18 árum eftir að Bandaríkin gerðu innrás inn í landið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Trump segir að hann stefni að því að fækka þeim í 8.600 og sagði síðan að hægt sé að fækka þeim mun meira án þess að útskýra orð sín frekar.

AFP

Hann sagðist ánægður með að fagna þakkargjörðarhátíðinni á þessum stað með mestu hetjum heimsins að hans mati. Þetta er í fyrsta skiptið sem Trump fer til Afganistan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert