Fimmtíu látnir í Albaníu

Ættingjar látinna syrgja við útför sem fram fór í borginni …
Ættingjar látinna syrgja við útför sem fram fór í borginni Durres í dag. AFP

Yfirvöld í Albaníu hafa staðfest að í það minnsta fimmtíu eru látnir vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið að morgni þriðjudags.

Frá þessu greindi forsætisráðherrann Edi Rama í dag. Um níu hundruð til viðbótar eru slasaðir og þar af eru rúmlega fjörutíu enn á sjúkrahúsi til aðhlynningar. Þá hafa að minnsta kosti fimm þúsund manns neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna skemmda af völdum skjálftans.

Björgunaraðgerðum er lokið, tjáði forsætisráðherrann ríkisstjórn sinni í dag og reyndi á meðan að halda aftur af tárum, að því er fréttastofa AFP greinir frá.

Mesta tjónið varð í hafnarborginni Durres, sem stendur við Adríahaf, og í bænum Thumane, þar sem tugir manna urðu undir þegar íbúðabyggingar og hótel hrundu til jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert