Airbus rak 16 starfsmenn vegna meintra njósna

Flugvélaframleiðandinn Airbus sagði upp 16 starfsmönnum vegna meintra njósna sem …
Flugvélaframleiðandinn Airbus sagði upp 16 starfsmönnum vegna meintra njósna sem tengjast þýska hernum. AFP

Evrópski flugvélaframleiðandinn hefur rekið 16 starfsmenn sína vegna meintra iðnaðarnjósna. Þýskir saksóknarar eru komnir í málið vegna upplýsinga sem starfsmenn Airbus bjuggu yfir um svokallað tveggja arma verkefni þýska hersins.  

Samkvæmt fréttamiðlinum DPA hefur Airbus staðfest uppsagnirnar en vill ekki gefa nánar ástæðu þeirra.  

Heimildarmaður innan fyrirtækisins segir að í september hafi þýskir saksóknarar hafið rannsókn á meintum alþjóðlegum njósum starfsmanna Airbus um verkefnið í tenglsum við þýska herinn. „Nokkrir starfsmannanna voru með gögn í höndum sem þeir hefðu ekki átta að vera með,“ segir heimildarmaðurinn. 

Starfsmennirnir sem voru reknir störfuðu í höfuðstðvum fyrirtækisins í Munchen þar sem meðal annars unnið er að netöryggismálum og tengdri starfsemi. Þegar málið kom fyrst upp hafi Airbus greint frá því að fyrirtækið hyggðist „vinna náið með yfirvöldum í að leysa málið.“

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að starfsmennirnir hafi verið með gögn í fórum sínum um þýska herinn og höfðu meðal annars safnað upplýsingum um samskipti, auk annarra þátta. 

mbl.is