Gekk eigin gildru

Við rannsókn lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði sett …
Við rannsókn lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði sett upp gildru á heimili sínu, sem varð honum að bana. AFP

Maður á sjötugsaldri lést af skotsári á sjúkrahúsi í Maine í Bandaríkjunum á dögunum. Hann hringdi í lögreglu að kvöldi fimmtudags, á svokallaðri þakkargjörðarhátíð, og tilkynnti að hann hefði verið skotinn.

Við rannsókn lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði sett upp gildru á heimili sínu, sem varð honum að bana.

Maðurinn, hinn 65 ára gamli Ronald Cyr, hafði nefnilega komið haglabyssu fyrir við útidyrahurð heimilis síns og skilið þannig við að hún myndi hleypa af skoti ef einhver reyndi að komast inn.

Að sögn lögreglu er ekki óalgengt að fólk setji upp gildrur sem þessar við heimili sín í Bandaríkjunum. Það er þó ólöglegt.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert