Um tugur varð fyrir skotárás í New Orleans

Skotárásin átti sér stað French Quarter í New Orleans sem …
Skotárásin átti sér stað French Quarter í New Orleans sem er vinsælll ferðamannastaður. Ljósmynd/Wikipedia.org

Lögreglan í New Orleans í Bandaríkjunum rannsakar skotárás í borginni. Talið er að 10 til 13 manns hafi orðið fyrir skoti en tölur eru á reiki í fjölmiðlum. Öll hafa öll verið flutt á sjúkrahús. Ekki hafa borist fregnir af því að mannfall hafi orðið. BBC greinir frá. 

Lögreglan er með einn í haldi en ekki er ljóst hvort það sé árásarmaðurinn. Árásin átti sér stað í morgun við French Quarter sem er fjölmenn verslunargata enda margir farnir að huga að jólaundirbúningi. 

Talið er að tvö fórnarlömb séu alvarlega slösuð, samkvæmt miðlinum Fox8. Þar er talað um að 11 hafi orðið fyrir skoti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert