Skammbyssur hverfa frá sænsku ríkisstjórninni

Fram kemur í sænskum miðlum í dag að um sé …
Fram kemur í sænskum miðlum í dag að um sé að ræða Glock-skammbyssur og 300 byssukúlur. Þessi byssa er einmitt af gerðinni Glock 17. Ljósmynd/Wikimedia Commons/Ken Lunde (www.lundestudio.com)

Öryggisvörður á skrifstofum sænsku ríkisstjórnarinnar í Stokkhólmi hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa stolið vopni úr byggingunni. Frá þessu greindi saksóknari í dag, en að undanförnu hafa fleiri vopn horfið úr byggingunni.

Lucas Eriksson saksóknari segir AFP-fréttastofunni að öryggisvörðurinn, sem starfar fyrir Securitas, verði yfirheyrður í dag. Sex byssum til viðbótar, auk skotfæra, var stolið af skrifstofum ríkisstjórnarinnar í lok október. Ekki er ljóst hvort málin tengjast.

Fram kemur í sænskum miðlum í dag að um sé að ræða Glock-skammbyssur og 300 byssukúlur. Þessir munir voru geymdir í öryggisskáp og voru til taks ef hækka þyrfti viðbúnaðarstig í byggingunni, til dæmis ef til hryðjuverkaárásar kæmi.

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, segir vopnastuldinn algjörlega ólíðandi. „Við þurfum að hafa góða stjórn á því hvernig vopn eru meðhöndluð í þessu landi,“ sagði hann við sænsku fréttaveituna TT.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert