Útrýmingarbúðir á jólavarningi

AFP

Vefverslunin Amazon hefur tekið töluvert magn af jólaskrauti úr sölu, svo sem jólakúlur sem skörtuðu myndum af útrýmingarbúðum nasista.

Auschwitz-Birkenau.
Auschwitz-Birkenau. AFP

Ástæðan fyrir því að myndir af jólaskrautinu voru fjarlægðar af vef Amazon er færsla á Twitter frá minningarsjóði Auschwitz í Póllandi þar sem vefverslunin er hvött til þess að fjarlægja varninginn af vefnum. Má þar nefna jólakúlur, tappatogara og músarmottur. 

Auschwitz.
Auschwitz. Wikipedia

Á þeim voru myndir frá útrýmingarbúðum nasista þar sem milljónir voru drepnar í seinni heimsstyrjöldinni. 

Auschwitz.
Auschwitz. Wikipedia

Til að mynda frá Auschwitz, þar á meðal járnbrautarteinana sem lágu inn um hlið búðanna, gaddavírsgirðingarnar og húsin sem hýstu gyðinga, segir í frétt BBC.mbl.is