Áratugurinn sá heitasti sem mælst hefur

25. ráðstefna aðild­ar­ríkja Lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna (COP25) var sett í …
25. ráðstefna aðild­ar­ríkja Lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna (COP25) var sett í gær. AFP

Áratugurinn sem er að líða undir lok er sá heitasti síðan mælingar hófust. Þá stefnir allt í að árið 2019 verði meðal þriggja heitustu ára sem mælst hafa. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag.

25. ráðstefna aðild­ar­ríkja Lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna (COP25) var sett í gær og er meginverkefni að ljúka við reglu­verk um inn­leiðingu Par­ís­ar­samn­ings­ins, en þar ber hæst regl­ur varðandi 6. grein Par­ís­ar­samn­ings­ins um sam­vinnu ríkja um los­un­ar­mark­mið.

Þá verða málefni hafsins einnig ofarlega á blaði.

Til stóð að halda ráðstefnuna í Santíago í Síle, en vegna viðvarandi mótmæla í borginni sáu stjórnvöld sig knúin til þess að hætta við að halda ráðstefnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert