Fjölskylda árásarmannsins í áfalli

Fjöldi fólks hefur vottað fórnarlömbunum virðingu sína síðustu daga.
Fjöldi fólks hefur vottað fórnarlömbunum virðingu sína síðustu daga. AFP

Fjölskylda hryðjuverkamannsins Usman Khan, sem stakk tvo til bana á London-brúnni á föstudag, kveðst vera „sorgmædd og í áfalli“ vegna málsins. Hún fordæmir aðgerðir Usman sem var að endingu skotinn til bana af lögreglu.

Fjölskyldan sendi ættingum þeirra sem fórust samúðarkveðjur og vonast til þess að þeir sem særðust nái sér að fullu.

Sa­skia Jo­nes og Jack Mer­ritt lét­ust í árás­inni. Þau voru starfs­fólk á ráðstefnu um end­ur­hæf­ingu fanga en Khan hafði hlotið dóm fyr­ir hryðju­verk en var sleppt úr haldi í des­em­ber í fyrra.

„Við fordæmum árásina og sendum fjölskyldum fórnarlambanna samúðarkveðjur,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem bað enn fremur um frið frá ágangi fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert