Harris hættir við forsetaframboð

Kamala Harris.
Kamala Harris. AFP

Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Kaliforníu, tilkynnti í dag að hún væri hætt í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum sem fara fram á næsta ári.

Harris, sem er 55 ára og er dóttir innflytjanda frá Jamaíka og Indlandi, var kjörin í öldungadeildina fyrir tveimur árum. Hún varð fljótlega þekkt fyrir að gagnrýna Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Hún greindi frá framboði sínu í janúar en hefur ekki náð miklu flugi í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðan. Joe Biden, Bernie Sanders og Elizabeth Warren virðast líklegust til að keppast um embættið valdamikla við Trump næsta haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert