Hundur olli eldsvoða með örbylgjuofni

Hundurinn er af husky-ætt.
Hundurinn er af husky-ætt. mbl.is/Árni Sæberg

Hundur sem var einn heima olli eldsvoða með því að kveikja á örbylgjuofni á heimili eigenda sinna í Essex á Englandi á dögunum.

Hundurinn er af husky-ætt og var örbylgjuofninn á eldhúsbekk heimilisins. Inni í örbylgjuofninum voru brauðbollur sem kviknaði í og olli það smávægilegum eldsvoða.

Varðstjóri slökkviliðsins í Essex segir atvikið einstaklega furðulegt. Eldhús hússin hafi verið fullt af reyk þegar slökkvilið kom á staðinn, en vel hafi gengið að stöðva útbreiðslu eldsins og slökkva hann.

„Þetta sýnir að ekki ætti að nota örbylgjuofna til að geyma matvæli þegar þeir eru ekki í notkun.“

Hundinum varð ekki meint af.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert