Maður í haldi vegna morðs í Finnmörk

Horft yfir Lakselv.
Horft yfir Lakselv. Ljósmynd/Wikipedia/ Thor Thorsson

Þrítugur maður er í haldi norsku lögreglunnar grunaður um að hafa drepið fertugan útlending í bænum Lakselv í Finnmörk síðdegis í gær. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í gærkvöldi. 

Þar kom fram að tæknideild lögreglunnar sé að störfum á vettvangi, rætt sé við fólk sem var á vettvangi. Ekki hefur verið upplýst um þjóðerni þess látna og ekki var búið að ná í ættingja hans. Báðir mennirnir hafa áður komist í kast við lögin. 

Samkvæmt frétt iFinmark barst tilkynning til lögreglu klukkan 15:30 og var allt tiltækt lögreglulið sent á vettvang. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. 

Frétt iFinmark

Lakselv er bær í Finnmörk í Norður-Noregi.
Lakselv er bær í Finnmörk í Norður-Noregi. Skjáskot af Google Map
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert