Leggja fram ákæru á hendur Trump

Nancy Pelosi.
Nancy Pelosi. AFP

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að deildin muni leggja fram ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot.

Hún segir að forsetinn hafi misnotað stöðu sína í pólitíska þágu.

 „Lýðræðið okkar er í húfi. Forsetinn veitir okkur engra annarra kosta völ en að bregðast við,“ sagði Pelosi, sem er einnig leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni.

mbl.is