Tvö börn létust í gassprengingu

Slysið varð á skíðasvæði í Póllandi.
Slysið varð á skíðasvæði í Póllandi. Kort/Google

Að minnsta kosti sex manns þar af tvö börn létust í gassprengingu sem varð í fjallakofa á skíðasvæði í Szczyrk í Suður-Póllandi. Tveggja barna er enn saknað. 

Um 100 slökkviliðsmenn eru enn að störfum í veikri von um að finna einhvern á lífi. „Við vonumst eftir kraftaverki,“ er haft eftir Jaroslaw Wieczorek lögreglumanni í samtali við blaðamenn. Hann greindi jafnframt frá því að lík fjögurra þeirra væru af fullorðnum og tvö börn. Talið er að átta manns hafi verið í húsinu þegar sprengingin varð. 

Gasveitan PSG greindi frá því að skyndilega hefði þrýstingur minnkað í gasleiðslunni. Það gæti bent til þess að verkamenn í framkvæmdum í nágrenninu hafi óvart sett gat á hana.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert