6 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi

AFP

Leigubílaþjónustan Uber fékk tæplega sex þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum á árunum 2017 og 2018. Á meðan tilkynningarnar voru fleiri árið 2018 en 2017 lækkaði hlutfallið af ferðum þar sem mun fleiri nýttu sér þjónustu Uber það ár en árið á undan. Alls eru ferðirnar 2,3 milljarðar talsins á þessum tveimur árum.

Í fyrra voru tilkynningarnar 3.045 talsins, níu voru myrtir og 58 létust í bílslysum þegar þeir voru farþegar í bifreiðum skráðum hjá Uber. Samkvæmt frétt New York Times eru ekki til sambærilegar upplýsingar frá öðrum samgöngufyrirtækjum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í New York voru 533 nauðganir og kynferðisofbeldistilfelli í samgöngukerfi borgarinnar tilkynnt í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert