Reyndust vera enn í Rússlandi

Ljósmynd/Wikipedia.org

Karlmaður hefur verið handtekinn í Rússlandi fyrir að reisa landamærastöð í landinu og sannfæra fjóra farandverkamenn um að þeir væru komnir til Finnlands eftir að þeir höfðu greitt háar fjárhæðir fyrir að fara í gegnum hana.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að farandverkamennirnir hefðu greitt manninum 10 þúsund evrur hver, eða sem nemur rúmlega 1,3 milljónum króna. Þeir héldu síðan sína leið í þeirri trú að þeir væru í Finnlandi.

Skömmu síðar voru farandverkamennirnir, sem koma frá ríkjum í Suðaustur-Asíu, stöðvaðir af raunverulegum landamæravörðum sem greindu þeim frá því að þeir væru enn í Rússlandi. Voru þeir í kjölfarið teknir höndum.

Farandverkamönnunum hefur verið gert að yfirgefa Rússland en maðurinn sem blekkti þá hefur verið ákærður fyrir fjársvik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert